10 C
Selfoss
Home Fréttir Samstarf við fasteignasala í Ölfusi um sölu lóðaréttinda

Samstarf við fasteignasala í Ölfusi um sölu lóðaréttinda

0
Samstarf við fasteignasala í Ölfusi um sölu lóðaréttinda

Mikil uppbygging er í Ölfusi og er svæðinu sýndur mikill áhugi. Húsnæðisframboð er af skornum skammti og á það bæði við um íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Hjá sveitarfélaginu er í vinnslu nýtt skipulag í Þorlákshöfn fyrir íbúðarhúsalóðir, fyrir blandaða þjónustustarfsemi og fyrir almenna atvinnustarfsemi. Skipulagsvinnan er mis langt á veg komin en hluti skipulagsins hefur verið í lögbundnu ferli. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar frá 26. október sl. Þar segir enn fremur:
„Bæjarstjórn telur mikilvægt að vera í góðu samstarfi við fagaðila um kynningu lóða og sölu lóðarréttinda og samþykkir samhljóða að auglýsa eftir samstarfi við fasteignasala um sölu lóðarréttinda.“