10 C
Selfoss
Home Fréttir Biblíusýning opnuð í Skálholti í dag

Biblíusýning opnuð í Skálholti í dag

0
Biblíusýning opnuð í Skálholti í dag

Biblíusýning verður opnuð í Þorláksbúð Skálholti í dag þriðjudaginn 31. október klukkan 17. Sýningin er í tilefni þess að 500 ár eru frá upphafi siðbótar Marteins Lúthers. Á sýningunni eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar frá upphafi sem voru í eigu séra Sigurðar Pálssonar vígslubiskups.

Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup flytur ávarp og býður gesti velkomna. Ólafur Sigurðsson flytur ávarp af hálfu afkomenda séra Sigurðar og kynnir aðdraganda að sýningunni. Dr. Gunnar Kristjánsson fv. prófastur fjallar um Bók bókanna í íslenskri menningarsögu. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor fjallar um brot úr sögu íslenskra
biblíuþýðinga í minningu dr. Sigurðar Pálssonar vígslubiskups. Hversu elskulegar eru þínar tjaldbúðir. Guðni Ágústsson fv. ráðherra fjallar um Biblíuna – Boðskap réttlætis og kærleika.
Gissur Páll Gissurarson söngvari og Jón Bjarnason organisti sjá um tónlist. Kaffiveitingar verða í Skálholtsskóla.