1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Nýta ekki lögboðinn forkaupsrétt vegna sölu krókaaflamarksbáts

Nýta ekki lögboðinn forkaupsrétt vegna sölu krókaaflamarksbáts

0
Nýta ekki lögboðinn forkaupsrétt vegna sölu krókaaflamarksbáts

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss sem haldinn var 26. október sl. var m.a. fjallað um forkaupsrétt sveitarfélagsins vegna sölu krókaaflamarksbáts. Í fundargerð segir:

„Skv. 12 gr. laga um stjórn fiskveiða á Sveitarfélagið Ölfus forkaupsrétt á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR 60 sem nýlega var seld frá fyrirtækinu Hrímgrund ehf. án varanlegrar aflahlutdeildar.
Bæjarstjórn óskar ekki eftir því að nýta lögboðinn forkaupsrétt sveitarfélagsins vegna sölunnar á Sæunni Sæmundsdóttur Ár 60.
Salan á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR 60 er einn eitt skrefið í neikvæðri þróun aflaheimilda og útgerðar í Þorlákshöfn en með útgerðinni hverfa veiðiheimildir úr sveitarfélaginu sem samsvara um 200 þorskígildistonnum. Erfitt er fyrir bæjarfélag eins og Þorlákshöfn að sætta sig við að aflaheimildir og útgerð dragist saman eins og raunin hefur verið í Þorlákshöfn um talsvert skeið þó bæjarstjórn fagni vissulega yfirlýstum áformum eigenda Hrímgrundar ehf. sem hyggjast starfa áfram á nýjum vettvangi í sveitarfélaginu.“