1.1 C
Selfoss

Viðurkenningar á uppskeruhátíð Frískra Flóamanna

Vinsælast

Uppskeruhátíð hlaupahópsins Frískra Flóamanna var haldin í Tryggvaskála um síðastliðna helgi. Að venju voru veittar viðurkenningar til hlaupara. Arna Ír Gunnarsdóttir var valin kvenhlaupari ársins og Vigfús Eyjólfsson karlhlaupari ársins. Arna Ír hefur náði feikna góðum árangri í keppnishlaupum á árinu, bæði í götuhlaupum og utanvegahlaupum. Hún fór 21 km í Miðnæturhlaupinu og náði þar sínum besta tíma. Arna Ír varð 3. í sínum aldurflokki í Laugaveginum. Hún setti tvö HSK- og Selfossmet í sínum aldursflokki á árinu, í hálfmaraþoni í Reykjavík og í Laugavegshlaupinu. Vigfús byrjaði að stunda hlaup árið 2009 og fór þá fljótlega að hlaupa með Frískum Flóamönnum. Hann hefur alla tíð verið mög duglegur að taka þátt í keppnishlaupum. Vigfús bætti sig um 20 mín á Laugavegshlaupinu í sumar þrátt fyrir mótvind og erfiðar aðstæður. Óskar Helgi Guðnason og Auður Ólafdóttir fengu viðurkenningu fyrir mestu framfarir.

Æfingar Frískra Flóamanna eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og kl. 10:00 á laugardögum. Hlaupið er frá Sundhöll Selfoss og eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir, ekkert gjald. Þjálfari í fjölbreyttum æfingum er Sigmundur Stefánsson.

Nýjar fréttir