3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Safnað fyrir fjölskyldu Andreu Eirar

Safnað fyrir fjölskyldu Andreu Eirar

0
Safnað fyrir fjölskyldu Andreu Eirar

Sett hefur verið af stað söfnun fyrir fjölskyldu Andreu Eirar Sigurfinnsdóttur sem var fimm ára stúlka búsett á Selfossi. Fyrir skömmu veiktist hún og í framhaldinu fékk hún veirusýkingu í hjartað og bráða hjartabólgu.

Andrea Eir Sigurfinnsdóttir.

Miðvikudaginn 11. október var Andrea litla svo flutt með sjúkraflugi til Svíþjóðar. Stuttu eftir komu hennar til Svíþjóðar hrakaði heilsu hennar. Andrea Eir háði erfiða baráttu við almættið en það sigraði að lokum. Eftir sitja foreldrar hennar, systkini, fjölskylda og vinir ásamt heilu samfélagi með margar spurningar, engin svör og brotin hjörtu.

Sett hefur verið af stað söfnun fyrir fjölskyldu Andreu Eirar. Ein af þeim sem standa að söfnuninni segir: „Það er ósk okkar sem samfélags að foreldrar Andreu Eirar þurfi ekki á þessum erfiðu tímum að leiða hugann að fjárhagsáhyggjum. Þeir sem vilja leggja þeim lið geta lagt inn á þennan reikning sem er á nafni Guðrúnar Jónu Borgarsdóttur mömmu Andreu. Margt smátt gerir eitt stórt.“

(Reikningsnr.: 0586-26-850105, kt. 041177-3499).