10 C
Selfoss
Home Fréttir Gerum betur

Gerum betur

0
Gerum betur
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi
Ari Trausti Guðmundsson, 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.

Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Við í VG viljum mynda ríkisstjórn á grunni félagshyggju og mannúðarsjónarmiða undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, með samstarfi við þá flokka sem unnið geta með hreyfingunni. Framkvæmt í áföngum það sem almenningur kallar eftir.

Grunnstef VG í komandi kosningum
Við viljum meiri jöfnuð með réttlátari skattheimtu og breyttri ráðstöfun fjármuna, barnafólki, námsmönnum, öryrkjum, eldri borgurum og láglaunafólki til hagsbóta. Tveir efstu tekjuflokkar Hagstofunnar (af 10) taka við 53% allra tekna í landu og tíundi hluti þjóðarinnar á yfir tvo þriðju hluta allar eigna. Með hliðrun í skattlagningu til þeirra sem eru mjög vel aflögu færir má afla fjár til aukins jöfnuðar. Sama gildir um mörg stór fyrirtæki.

Við berjumst fyrir jafnrétti starfsgreina, aldraðra, öryrkja og kynja, óháð búsetu, trú, uppruna, kynhneigð eða þjóðfélagsstöðu og lýsum yfir samstöðu með launafólki, með þeim er þurfa á samfélagsaðstoð að halda, alþýðu manna um allan heim og friðelskandi samfélögum eða hópum. Grænu viðhorfin merkja m.a sjálfbært samfélag þar sem auðlindir eru nýttar með náttúruvernd og hagsæld almennings að leiðarljósi. Um leið köllum við á ábyrgt frelsi sem byggir á mannúð, ábyrgð á náunganum jafnt sem samfélaginu og tillitssömu skoðanafrelsi. Við teljum að endurskoða verði stjórnarskrá, byggða á tillögum sem fyrir liggja.

Meðal stefnumála í Suðurkjördæmi, frá Þorlákshöfn til Hafnar, eru:

 • Úrbætur á stofnvegum Suðurlands og fækkun einbreiðra brúa
 • Styrkari almenningssamgöngur og ódýrari flugsamgöngur
 • Hraðari úrbætur á siglingum til Eyja
 • Húsnæði fyrir alla – efld húsnæðissamvinnufélög
 • Fleiri hjúkrunarrými aldraðra og bætta þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
 • Úrbætur á málefnum skóla á öllum stigum á landsvæðinu
 • Framlög til hafna á landsvæðinu í samgönguáætlun
 • Aukin framlög til rannsókna og nýsköpunar
 • Geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni
 • Aukin framlög til Sóknaráætlunar Suðurlands og annarra byggðasjóða
 • Endurskoðun á áætlunum um orkuver á hálendinu og í Neðri-Þjórsá
 • Átak í 3-fasa rafvæðingu og ljósleiðaravæðingu hraðað
 • Bygging nýrra hjúkrunarheimila, úrbætur á öðrum stöðum og aukin og endurbætt heimahjúkrun aldraðra
 • Samstarf við forystu bænda og sláturleyfishafa um lausn á bráðavanda í sauðfjárrækt og umræða um framtíðarstefnu greinarinnar.Ari Trausti Guðmundsson, 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.