5.6 C
Selfoss

Fékk lán til að borga sektina

Vinsælast

Síðustu viku voru 42 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Í einu tilfellinu ók erlendur ferðamaður bifreið sinni fram úr eftirlitsbifreið „pundaranna“. Þar var um risastórin og vel merktan sendibíll að ræða með bláum ljósum og borðalagður allan hringinn, sem fór ekki framhjá neinum. Síðan ók hann fram úr tveimur öðrum bifreiðum og á stað þar sem framúrakstur var bannaður með óbrotinni línu. Á þeim stað mældist hraði bifreiðarinnar 120 km/klst. Ökumaðurinn, karlmaður frá Mexíkó, greiddi sekt sína á vettvangi eftir að hafa fengið lán hjá samferðamanni sínum þar sem inneign hans dugði ekki. Hann fór síðan frjáls ferða sinn, nokkurs vísari um umferðarlög á Íslandi og hvað ber að varast í umferðinni.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur bifreiða sinna. Báðir á Selfossi. Þrír voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, tveir þeirra á Selfossi og einn við Skeiðavegamót. Sá reyndist einnig ökuréttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti vegna fyrri brota.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka hopbifreið án þess að hafa ökumannskort til þess í ökurita. Annar var þýskur ríkisborgari með s.k. bandalagsleyfi en kvaðst hafa fengið upplýsingar um að á Íslandi þyrfti ekki ökuritakort. Því hafi komið honum á óvart að bifreiðin væri búin ökurita. Hann lauk máli sínu með sekt. Hinn kvaðst hafa nýlokið meiraprófsnámskeiði og vissi bara ekki til þess að hann þyrfti að nota ökumannskort í ökurita eða að það hafi verið nefnt á námskeiðinu. Sá var sektaður líka.

Sex ökumenn voru kærðir fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna.

Klippt var af fimm bifreiðum vegna þess að þær reyndust ótryggðar í umferð.

Bifreið var ekið á miklum hraða á handrið Ölfusárbrúar aðfaranótt 30. september s.l. Ökumaður hljóp af vettvangi en gaf sig fram við lögreglu rúmum fjórum tímum seinna. Hann reyndist ökuréttindalaus. Ekki er grunur um að hann hafi verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Sjálfur taldi hann að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 100 km/klst þegar slysið varð.

Þyrla sótti slasaðan farþega bifreiðar sem valt norðan Hlöðufells að kvöldi 29. september. Hann var með höfuðáverka en mun hafa sloppið betur en á horfðist.

Níu önnur slys voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandiþ

Nýjar fréttir