-1.6 C
Selfoss

Falsaðir seðlar í umferð á Suðurlandi

Vinsælast

Fimm tilkynningar bárust til lögreglunnar á Suðurlandi í vikunni um að greitt hafi verið fyrir vörur eða þjónustu á Selfossi og í Hveragerði með fölsuðum fimmþúsund krónu seðlum. Lögreglan hvetur fólk til að vera á varðbergi vegna þessa en fleiri mál sama eðlis hafa komið upp á liðnum vikum í fleiri lögregluumdæmum. Seðlarnir eru ágætlega prentaðir en við skoðun er fölsunin augljós berum augum.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að aðfaranótt laugardagsins 23. september um kl. 02:40 hafi maður orðið fyrir líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Frón á Selfossi. Hann er tannbrotinn eftir árásina. Lögreglan óskar eftir að þeir sem hafi hugsanlega orðið vitni að átökum manna inni á staðnum eða þar fyrir utan á þessum tíma hafi samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444 2000, á Facebook eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.

Nýjar fréttir