1.1 C
Selfoss

Guðmundur æfði með enska knattspyrnuliðinu Norwich City

Vinsælast

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður 4. flokks karla var nýverið í 6 daga heimsókn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich þar sem hann æfði og spilaði með U16 og U19 ára liðum félagsins. Ásamt Guðmundi var Ari, leikmaður HK við æfingar.

Guðmundur spilar með 4. og 3. flokki Selfoss, en báðir flokkarnir komust í úrslit  á Íslandsmótinu í haust. Fjórði flokkur endaði tímabilið sem eftsta liðið í A-riðli.

Gunnar Borgþórsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnudeild Selfoss, var Guðmundi til halds og trausts í ferðinni. Hann skoðaði einnig aðstæður hjá félaginu og koma á góðum samböndum við eina af fremstu knattspyrnuakademíu Bretlandseyja.
Guðmundur og Ari léku æfingaleik með U16 ára liðinu fyrir helgi sem vannst 3-0 og skoraði Guðmundur tvö mörk í leiknum

Hjá Norwich eru tveir íslenskir leikmenn, þeir Atli Barkarson og Ísak Þorvaldsson, fyrirliði 17 ára landsliðs Íslands.

Byggt á frétt á umfs.is.

Nýjar fréttir