0.3 C
Selfoss

Þórsarar meistarar meistaranna annað árið í röð

Vinsælast

Strákarnir í körfuknattleiksliði Þórs í Þorlákshöfn urðu í gær meistarar meistaranna annað árið í röð eftir góðan 86:90 sigur á KR-ingum í Keflavík.

KR-ingar voru yfir eftir fyrsta leikhluta 16:21. Þórsarar unnu annan leikhluta 14:25 og voru yfir í hálfleik 40:46. Þriðji leikhluti fór 19:18 fyrir KR og sá fjórði 26:25 fyrir KR. Lokastaðan varð því 4 stiga sigur Þórsara.

Jesse Pellot-Rosa fór fyrir liði Þórs og var geysi sterkur í leiknum. Hann var kominn með 22 stig í fyrri hálfleik og endaði með 37 stig. Emil Karel var með 14 stig, Ólafur Helgi og Adam Eiður voru með 9 stig hvor, Davíð Arnar með 8 stig, Snorri með 6, Þorsteinn Már 5, og Óli Ragnar og Styrmir Snær með 1 stig hvor. Pavel Ermol­in­skij var stiga­hæst­ur í liði KR með 17 stig. Jón Arn­ór Stef­áns­son skoraði 16 stig og Jalen Jenk­ins 15 stig.

Hjá konunum vann Keflavík Skallagrím 93:73.

Fyrsti leikur karlaliðs Þórs á Íslandsmótinu verður á móti Grindavík í Grindavík föstudaginn 6. október nk. kl. 19:15.

Random Image

Nýjar fréttir