6.1 C
Selfoss

Fræðslunetið og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar undirrita samstarfssamning

Vinsælast

Fræðslunetið hefur ásamt þremur öðrum símenntunarmiðstöðvum, undirritað samstarfssamning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, um miðlun fræðslu til fyrirtækja og starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæfnisetrið er tímabundið þróunarverkefni sem er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Til þess var stofnað á grundvelli skýrslu sem Stjórnstöð ferðamála gerði árið 2016, þar sem fjallað var um hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.
Hlutverk símenntunarmiðstöðvanna í verkefninu verður að heimsækja ferðaþjónustufyrirtæki, kynna þeim og starfsmönnum þeirra möguleika á fræðslu, fjármögnun og arðsemi af slíku starfi. Í framhaldinu verður síðan komið á markvissu fræðslustarfi innan ferðaþjónustunnar. Reynslan af þessu verkefni miðar síðan að því aðferðafræðin verði nýtt til að koma á markvissu fræðslustarfi fyrir ferðaþjónustuna á landsvísu.

Fræðslunetið mun á næstunni efna til samstarfs við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi þar sem boðið verður uppá greiningu fræðsluþarfa og í framhaldinu gerð sérsniðin fræðsluáætlun. Árangurinn verður síðan skipulega metinn að lokinni fræðslu. Tengiliður Fræðslunetsins í verkefninu er Ottó Valur Ólafsson verkefnastjóri.

 

Nýjar fréttir