9.5 C
Selfoss

FSu fékk heimaleik við Grindavík í Maltbikarnum

Vinsælast

Í hádeginu í dag var dregið var í 32-liða úrslitum Maltbikars karla í körfuknattleik. Leikirnir fara fram 14.–16. október en sextán lið fara í næstu umferð. Tveir úrvalsdeildar slagir verða í þessari umferð, annars vegar Stjarnan – Haukar og hins vegar Tindastóll – Þór Þorlákshöfn.

Lið FSu fékk heimaleik gegn Grindavík, Hamar heimaleik gegn ÍR og Gnúpverjar heimaleik gegn Breiðablik.

Af öðrum leikjum má nefna að núverandi bikarmeistarar KR ferðast til Hvammstanga þar sem Kormákur mætir þeim. Þá verður nágrannaslagur hjá Stjörnunni í Garðabæ og Haukum Hafnarfirði.

Nýjar fréttir