1.7 C
Selfoss

Mikil fjölgun í búa í Árborg undanfarna mánuði

Vinsælast

Þann 1. september síðastliðinn voru íbúar í Sveitarfélaginu Árborg orðnir 8.815 talsins. Hafði þeim fjölgað um 112 í ágúst­mánuði. Það jafngildir 15,4% aukningu á ári. Aukningin síðustu þrjá mánuði var 221 eða 2,57% sem jafngildir 10,3% aukingu á ári. Frá 1. september 2016 til 1. september 2017 er fjölg­un­in 404 eða sem svarar til 4,8% fjölgunar á ári.

Á Selfossi búa nú 7.405, í dreifbýli við Selfoss 303, á Eyrar­bakka 534, í dreyf­býli við Eyrarbakka 16, á Stokkseyri 541, í dreifbýli við Stokkseyri 64 og óstað­settir eru 32 íbúar.

Nýjar fréttir