8.9 C
Selfoss

Barnabókahátíð föstudag og laugardag

Vinsælast

Bókabæirnir austanfjalls halda barnabókahátíð föstudaginn 22. og laugardaginn 23. september nk.

Hátíðin hefst í Bókasafninu í Hveragerði föstudaginn 22. september kl. 14 en þá mun Þórdís Gísladóttir barna- og unglingabókahöfundur lesa upp úr bókum sínum. Þórdís les síðan kl. 15:00 í Bókasafni Árborgar, Selfossi og kl. 16:00 í Bæjarbókasafni Ölfuss, Þorlákshöfn.

Birgitta Haukdal setur hátíðina, les og kynnir bækur sínar, syngur og gefur plaköt, laugardaginn 23. september kl. 13:00 í Versölum, Þorlákshöfn. Kl. 14:00 verða smiðjur þar sem hægt verður að semja leikrit, orð/setningar klippt úr bókum og límt í sitt eigið leikrit, taka þátt í föndursmiðju þar sem verður föndrað úr bókum og hlustað á hljóðbók, koma sér vel fyrir í kósíhorninu með bók og púða eða fara í búningaherbergið og klæða sig upp í búninga. Börnin geta líka mætt í eða með eigin búninga. Kl. 15:30 verða úrslit úr smásögusamkeppni kynnt og hátíðarlok verða kl. 16:00.

Nýjar fréttir