1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Leikfélagi Austur-Eyfellinga veitt viðurkenning

Leikfélagi Austur-Eyfellinga veitt viðurkenning

0
Leikfélagi Austur-Eyfellinga veitt viðurkenning
Helga Guðrún Lárusdóttir frá menningarnefnd sveitarfélagsins afhendir Margréti Tryggvadóttur viðurkenningu sem hún tók við fyrir hönd Leikfélagsins.

Leikfélag Austur-Eyfellinga hlaut nafnbótina Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2017. Leikfélagið hefur verið í fararbroddi í leiklistarstarfi sveitarfélagsins, sett um stórar sýningar, eins og Önnu frá Stóru Borg og Kardemommubæinn, ásamt því að vera leiðandi í leiklistarkennslu. Hjá félaginu er starfandi leikhópurinn Glætan þar sem grunnskólabörn koma saman, æfa og sýna leikrit.

Á Kjötsúpuhátíðinni 25. ágúst sl. þá afhenti Helga Guðrún Lárusdóttir verðlaunin fyrir hönd Menningarnefndar og við þeim tók Margrét Tryggvadóttir sem hefur unnið ötult starf í þágu leiklistar.