7.8 C
Selfoss

Stelpurnar komnar í Pepsi deildina á ný

Vinsælast

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu komst á ný í Pepsi-deildina þrátt fyrir 1:0 tap fyrir HK í Kórnum um helgina. HK stóð uppi sem sigurvegari 1. deildar og Selfoss varð í öðru sæti. HK fékk 39 stig og Selfoss 36 stig. Þróttur var með jafnmörg stig og Selfoss en mun lakari markatölu. Selfoss hafði því stutt stopp í b deildinni eða bara eitt sumar.

Bæði lið voru svo gott sem búin að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni fyrir leikinn á laugardaginn og því aðeins spurning hvort liðið yrði sigurvegari deildarinnar. Svo fór að HK vann leikinn 1:0. Selfoss spilaði ágætan leik, sérstaklega í síðari hálfleik, og hefði alveg eins átt skilið að vinna. Engu að síður góðu árangur að stoppa aðeins eitt ár í 1. deildinni.

Nýjar fréttir