0.6 C
Selfoss
Home Fréttir Rússneskar perlur í Skálholti

Rússneskar perlur í Skálholti

0
Rússneskar perlur í Skálholti
Alexandra Chernyshova, sópransöngkona.

Russian Souvenir nefnast tónleikar sem verða í Skálholtsdómkirkju þriðjudaginn 12. september nk. kl. 20. Efnisskráin inniheldur rómönsur, sönglög og píanó einleik eftir rússnesk tónskáld. Á tónleikunum verða fluttar þekktar rússneskar perlur eins og „Nochnoy Zephyr” eftir A. Dargomyzhsky, „Bloha” eftir M. Mussorgsky, „Adagio úr Hnotubrjótnum” eftir P. Tchaikovkiy, „Sirjen” eftir S. Rachmaninov, „Ochi chjernije” o.fl.

Flytjendur eru Vladimir Gerts, bassi, Alexandra Chernyshova, sópran og Elina Valieva, píanó. Hægt verður að kaupa mat í Skálholtsskóla fyrir tónleikana. Einnig verður kaffiterían í skólanum opin í hléinu.

Höfundum efnisskrárinnar er það mikil ánægja að leiða tónleikagesti um stórfenglegan heim klassískrar tónlistar, rússneskra rómansa og píanómeistaraverka. Þessir tónleikar eru frábært tækifæri til að upplifa á ný rómantíska rússneska tónlist og fara í tónlistarferðalag með listamönnum í gegnum tvær aldir í Rússlandi, segir í tilkynningu.

Á tónleikunum kemur m.a. fram rússneskur bassasöngvari, Vladimir Gerts, frá Moskvu. Hann lærði söng hjá próf. Nesterenko. Hann söng í óperuhúsinu Bolshoi, var sólóisti í Moscow Philarmonic Society og hefur flutt einsöng og rússneska rómansa og söngva víðar í Evrópu, Kanada, Ísrael, á Indlandi og í fleiri löndum. Hann hefur gefið út marga geisladiska og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir diskana „Two centuries of Russian Romance“ og „Spirit of Russia“ sem hann tók upp ásamt kammersveitinni The Moscow Soloists og diskinn „By the long road“ sem hann tók upp ásamt hinum fræga kvartett „Moscow Balalaika Quartet“.

Alexandra Chernyshova var valin í top 10 framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Hún hefur lokið M.Mus frá Listaháskóla Íslands, M.Ed. frá Háskólanum í Kiev, Mastergráðu í óperusöng og söngkennarapróf frá Odessa Tónlistarakademiu og Glier High Music College og sömuleiðis BA frá National Kiev Linguistic University. Alexandra stofnaði Óperu Skagafjarðar árið 2006, Söngskóla Alexöndru og stúlknakór Draumaradda Norðursins árið 2008. Alexandra hefur sungið víða um Ísland, Evrópu, New York og líka í Kína og Japan. Í Úkraínu var hún valin „Nýtt nafn Úkrainu“ árið 2002 og vann alþjóðlega óperukeppni í Rhodes, Grikklandi sama ár. Alexandra hefur gefið út þrjá einsöngsgeisladiska „Alexandra soprano“ (2006), „Draumur∏ (2008), „You and only you“ (2011). Hún hóf feril sinn á sviði sem einsöngvari hjá Kiev Academic Musical Theater of Opera and Ballet. Sumarið 2013 kom hún fram í fyrsta skipti hjá New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skagafjarðar. Í efnisskrá óperusögunnar hefur Alexandra sungið hlutverk eins og Zerlínu, Natalka Poltavku, Violettu Valery, Lucy, Gilda og fleiri. Síðan söng hún hið nýskapaða óperuhlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í óperunni „Skáldið og Biskupsdóttir“ og Álfadrottninguna í barnaóperunni „Ævintýrið um norðurljósin“.

Elina Valievа píanóleikar fæddist í 1992 og byrjaði að æfa píanó 5 ára. Árið 2010 útskrifaðist hún frá Music College in Ufa með hæstu einkunn og hélt áfram námi í Moscow – P.I. Tchaikovsky Conservatory hjá Prof. Yuri Slesarev. Eftir útskriftina frá tónlistarakademíunni spilaði Elina á alls konar tónleikum í Moskvu og Rússlandi. Einnig hefur hún tekið þátt sem sóloisti í ýmis konar samvinnuverkefnum. Þessa dagana er hún að læra í M.Mus í Gnessin Academy hjá Professor Yury Bogdanov. Elina Valieva er margverðlaunaður píanóleikari of Ministry of Culture, International charitable programs of the Russian Foundation of Culture, International Charity Foundation „New Names“, „Gifted children“ eftir Y. Rozum. Elina hefur unni margar keppnir innanlands og alþjóðlegir keppnir, t.d.: – VII. National Competition „To the birthday Bach“ » (Kazan, Russia) – I prize, + diploma for the best performance of the compulsory piece; – VII. International Maria Yudina Competition (Saint-Petersburg, Russia) – 1 prize; Ufa Festival of Piano competition’s winners „Yondozile“ – the Grand Prix. I National Ismagiloff piano Competition (UFA, Russia) – I prize. – I International Competition „Contemporary Art and Education“ -(Moscow, Russia) – III prize. Elina vinnur með National music theater orchestra. Á hennar efnisskrá er m.a. lög frá Scarlatti til Bach, Prokofiev og Ravel.