9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Kántrí tónlistarhátíð í Hvíta húsinu 9. september

Kántrí tónlistarhátíð í Hvíta húsinu 9. september

0
Kántrí tónlistarhátíð í Hvíta húsinu 9. september

Á hátíðinni kemur fram hópur frábærra tónlistarmanna sem hafa látið mikið að sér kveða í kántrítónlist.

Arnar Ingi Ólafsson hefur um árabil sérhæft sig sem Johnny Cash „Tribute Artist” og er orðinn þekktur á meðal landsmanna sem Johnny Cash Íslands.

Hallur Joensen er ókrýndur kántríkóngur Færeyja og hefur skipað sér sess sem einn vinsælasti söngvari Færeyja og hefur m.a. unnið til verðlauna sem slíkur. Hallur hefur á undanförnum árum komið fram með frægum kántrístjörnum eins og þeim Charley Pride og Kris Kristoferson. Einnig hefur Hallur gefið út fjölda diska með kántrítónlist. Hallur átti á þessu ári lag nr. 1 á danska hit listanum hjá Dansk Radio, lagið „S.O.S. fra meg”.

Axel O & Co er aðal kántríhljómsveit Íslendinga um þessar mundir og er landsmönnum að góðu kunn. Hljómsveitin eru skipuð kántrísöngvaranum Axel Ómarssyni sem ólst upp í Texas í USA. Auk þess er í hljómsveitinni úrval landsþekktra hljóðfæraleikara. Má þar nefna Magnús Kjartansson, Jóhann Ásmundsson, Sigurgeir Sigmundsson og Sigfús (Fúsa) Óttars. Axel O & Co gáfu út sína fyrstu plötu á síðasta ári. Lög af plötunni hafa verið mikið spiluð og platan hlotið góða dóma víða um heim. Axel O & Co eru einnig tilnefndir til 2017 Texas Sounds International Country Music Awards verðlaunanna en þau verða afhent í Jefferson, Texas í nóvember á þessu ári.