2.8 C
Selfoss

Suður-amerísk sveifla í ráðhúsinu þegar Ásthildur var kvödd

Vinsælast

Marserað um Ráðhúsið með Ásthildi í broddi fylkingar.

Kveðjuhóf til heiðurs Ásthildi Bjarnadóttur, sérkennslufulltrúa leikskóla, var haldið í Ráðhúsi Árborgar föstudaginn 25. ágúst sl. Með Ásthildi og Ásmundi Sverri var þar saman komið samstarfsfólk úr Ráðhúsinu og leikskólunum til að þakka henni fyrir samstarfið og vel unnin störf til margra ára en hún hefur unnið hjá Selfossbæ og síðar Sveitarfélaginu Árborg frá 1. september 1982. Ásthildur er einn af helstu brautryðjendum leikskólamála í sveitarfélaginu og hefur ætíð sýnt mikinn áhuga og metnað í að þróa leikskólastarfið í samstarfi við starfsfólk leikskólanna.

Ásta Stefánsdóttir, Ásthildur Bjarnadóttir og Þorsteinn Hjartarson.

Ásta Stefánsdóttir þakkaði Ásthildi framlag hennar til leikskólamála og færði henni gjöf frá Árborg en Þorsteinn Hjartarson sá um veislustjórn. Þá ávarpaði Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri Árbæjar, samkomuna og kom margt skemmtilegt fram í tölu hennar. Ingibjörg Eiríksdóttir, samstarfskona úr Ráðhúsinu, flutti ávarp og færði Ásthildi gjöf. Ásthildur Bjarnadóttir er iðulega hrókur alls fagnaðar og fór vel á því að marsera undir suður-amerískri sveiflu um ganga Ráðhússins með Ásthildi í broddi fylkingar. Ásthildur Bjarnadóttir endaði svo samkomuna með þakkarávarpi.

Nýjar fréttir