2.8 C
Selfoss

Kynning í Sigtúnsgarðinum

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hélt opinn íbúafund í Sigtúnsgarði á fimmtudaginn í liðinni viku. Þar kynnti Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, tillögu að skipulagi nýs miðbæjar Selfoss. Fór hún yfir öll helstu atriði er tengjast vinnu við deildiskipulagið og fyrirhuguðum framkvæmdum. Einnig svaraði hún spurningum fundarmanna sem gafst tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir.

Búið var að afmarka sérstaklega svæði og fyrirhugaðar byggingar í Sigtúnsgarði til að íbúar gætu betur gert sér grein fyrir stærð og staðsetningu þeirra. Að fundinum loknum kynnti Guðjón Arngrímsson frá Sigtúni Þróunarfélagi hugmyndir félagsins um uppbyggingu og starfsemi á miðbæjarsvæðinu.

Nýjar fréttir