1.1 C
Selfoss

Tveimur hringtorgum í Reykholti gefin nöfn

Vinsælast

Tveimur hringtorgum í Reykholti voru 19. ágúst sl. gefin nöfn. Nöfnin voru kunngjörð á hátíðinni Tvær úr Tungunum sem fram fór í Reykholti. Efra hringtorgið fékk nafnið Bjarkartorg en það stendur m.a við Bjarkarbraut. Neðra hringtorgið fékk nafnið Bjarnatorg en það stendur við Bjarnabúð þar sem Bjarni Kristinsson er kaupmaður.

Auglýst var eftir ábendingum að nöfnum og var niðurstaðan í samræmi við innsendar tillögur. Skiltin eru úr heimabyggð en þau eru úr greni úr Haukadalsskógi og sá þúsundþjalasmiðurinn Óskar Boundy í Reykholti um að skera þau út.

Nýjar fréttir