11.7 C
Selfoss

Kjötsúpuhátíð um helgina

Vinsælast

Kjötsúpuhátíðin verður haldin í Rangárþingi eystra um helgina. Dagskráin í ár er að vanda glæsileg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Föstudagskvöldið er tileinkað súpurölti en þá bjóða nokkrir heimamenn í súpu.

Á laugardeginum er boðið upp á veglega hátíðardagskrá þar sem m.a. Latibær og Gói koma fram. Á hátíðarsvæðinu verður markaður, hoppukastalar og loftboltar. Sláturfélag Suðurlands býður svo upp á sína margfrægu kjötsúpu sem klikkar aldrei. Brenna og brekkusöngur er ómissandi hluti af dagskránni ásamt veglegri flugeldasýningu. Stuðlabandið heldur svo uppi fjörinu á Kjötsúpuballinu í Hvolnum.

Á sunnudeginum leiðir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, sögugöngu sem hefst við íþróttamiðstöðina kl. 10:30.

Nýjar fréttir