11.1 C
Selfoss

Umhverfisverðlaun afhent í Rangárþingi ytra

Vinsælast

Hin árlegu umhverfisverðlaun sveitarfélagsins Rangárþings ytra voru afhent í tengslum við Töðugjöldin sem fram fóru á Hellu um síðastliðna helgi. Margar tilnefningar bárust og var úr vöndu að ráða.

Hjalti Tómasson, formaður umhverfisnefndar, veitti viðurkenningar. Þær hlutu Veiðivötn / veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar, fyrir snyrtilegt umhverfi, Kristinn G. Garðarsson og Hrefna Sigurðardóttir við Ártún 1, fyrir vel hirtan garð og snyrtilegt umhverfi og Guðrún Guðmundsdóttir og Ólafur A. Guðmundsson við Borgarsand 7, fyrir fallegan og vel hirtan garð.

Nýjar fréttir