2.8 C
Selfoss

Töðugjöld á Hellu um helgina

Vinsælast

Töðugjöld verða haldin á Hellu dagana 18. til 20. ágúst með smá upphitun í kvöld, fimmtudaginn 17. ágúst, en þá er öllum íbúum seitarfélagsins er boðið í leikhús. Dagskráin er glæsileg og frábær skemmtun framundan fyrir alla aldurshópa.

Dagskrá Töðugjaldanna:

Fimmtudagur 17. ágúst
20:00 Rangárþing ytra býður í leikhús! Gísli á Uppsölum settur upp í Menningarsalnum á Hellu. Aðgangur ókeypis.

Föstudagur 18. ágúst
14:00 Útivistarsvæði í Nesi hefur verið í bígerð í nokkurn tíma. Nú er búið að setja þar upp frisbígoflvöll, aparólu, útigrill og borð. Það er því tilvalið að fara með fjölskylduna og eiga skemmtilegan dag á þessu frábæra svæði. Frisbídiskar fyrir frisbígolf fást hjá Olís á Hellu.

16:00 Skógræktarfélag Rangæinga færir Rangárþingi ytra gjöf í tilefni 90 ára afmælis Hellu. Nánar auglýst síðar.

20:00 Þorparöltið hefst. Bláa hverfið mun bjóða heim í ár. Þeir sem bjóða heim munu setja logandi ljós við gangstéttina hjá sér.

Laugardagur 19. ágúst
09:15 Bræðurnir Ólafur og Gústav Stolzenwald hafa getið sér gott orð í tónlist. Þeir munu flytja hið ægifagra rangæska ljóð Gunnarshólma í Fjóshellinum á Ægissíðu!

10:00-12:00 Gestum Töðugjalda er boðið í léttan morgunverð í íþróttahúsinu á Hellu. Kvennakórinn Ljósbrá mun reiða morgunmatinn fram sem fjölmörg fyrirtæki styrkja. Glódís Margrét Guðmundsdóttir og Þórunn Elfa flytja nokkur lög og einnig mun Snæbjörg Guðmundsdóttir flytja nokkur lög. Ágúst Sigurðsson flytur ávarp og umhverfisviðurkenningar verða veittar.

11:30-16:30 Glæsileg bíla- og tækjasýning verður við árbakkann við Þrúðvang. Þar verða til sýnis ýmis tæki af Suðurlandi og verður enginn svikinn af því að kíkja á þessa frábæru sýningu. Þarna verða m.a. landbúnaðartæki, torfærubílar, fornbílar, björgunartæki og fleira!

11:30-16:00 Markaðstjaldið verður staðsett við grunnskólann þar sem önnur dagskrá fer einnig fram. Á markaðnum verður karnivalstemning og því um að gera að kíkja við.

11:30-15:30 Leiktækin í ár verða sérstaklega glæsileg! Hoppuróla, hringekja, hoppukastalar og bungee run!

13:00 Þær Unnur Þórðardóttir og Erna Sigurðardóttir munu leiða sögugöngu um Hellu. Gangan hefst við styttuna af Þorsteini Björnssyni á árbakkanum.

13:00-15:00 Hraðmót Arionbanka í fótbolta á fótboltavelli. Sjö manns inn á í einu, átta lið og spilað í 2×10 mín. Skráning fer fram hjá mótsstjóra, Guðmundi Gunnari Guðmundssyni í s: 848 9069 og er síðasti skráningardagur 19. ágúst kl. 10:00.

13:30-15:30 Barnadagskrá á aðalsviðinu. Felix Bergsson, Leikhópurinn Lotta, hæfileikakeppni barnanna, verðlaunaafhending legokeppninnar og fegurðar- og hæfileikakeppi dýranna

15:45 Rangárljós – síðasta handtakið! Síðasti bærinn tengdur og verkinu þar með formlega lokið.

16:00-20:30 Hlé á formlegri dagskrá. Tilvalið að skella sér í sund á Hellu eða Laugalandi, fara á veitingastað og fá sér að borða og fara í létta gönguferð um Hellu.

20:15 Skrúðgöngur hverfanna fara af stað og fara fylktu liði á íþróttavöllinn. Hvert hverfi skal ákveða hvar skal hittast innan hverfisins.

20:30-23:00 Kvöldvaka á íþróttavelli. Kynnir er Felix Bergsson. Verðlaun verða veitt fyrir flottustu skreytinguna og flottasta hverfið. Stærstu vinningarnir verða dregnir út í Töðugjaldahappadrættinu. Bjarni töframaður mætir á svæðið, Áttan tekur lagið og svo lýkur skemmtun­inni með brekkusöng undir stjórn Jónsa „í svörtum fötum“. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu mun svo setja punktinn yfir i-ið!

24:00-03:00 Stórdansleikur með hljómsveitinni „Í svörtum fötum“ í Reiðhöllinni á Rangárbökkum. Alvöru sveitaball! Fólk þarf ekki að mæta á spariskónum en í spariskapi! Pokaball. Aldurstakmark 18 ára. Miðaverð 3.000 kr.

Nýjar fréttir