7.3 C
Selfoss

Leikfélag Ölfuss hlaut Listaverðlaun Ölfuss 2017

Vinsælast

Leikfélagi Ölfuss voru veitt Listaverðlaun Ölfuss á bæjar- og fjölskylduhátíðinni Hafnardögum 11. ágúst sl. Leikfélagið hefur auðgað listamenningu Ölfuss með skapandi og metnaðarfullu starfi síðastliðin 12 ár og er vel að verðlaununum komið.

Upphaf leikfélagsins má rekja til ársins 2005 þegar nokkrir kraftmiklir einstaklingar tóku sig saman og stofnuðu leikfélag eftir að leiklistarstarf hafði legið í dvala frá því í kringum 1980 þegar Leikfélag Þorlákshafnar hætti störfum. Síðan þá hafa þau tekið virkan þátt í menningarlífi Ölfuss, sett um leiksýningar árlega ásamt mörgum styttri verkum, haldið námskeið og tekið þátt í ýmsum viðburðum innan sveitarfélagsins.

Nýjar fréttir