8.9 C
Selfoss

Fara fram á að Íbúðalánasjóður fresti áformum um sölu íbúða í Árborg

Vinsælast

Íbúðalánasjóður hefur boðið Sveitarfélaginu Árborg til kaups íbúðir í eigu sjóðsins. Á fundi bæjarráðs Árborgar 3. ágúst sl. var farið yfir upplýsingar um þær u.þ.b. 40 íbúðir í eigu sjóðsins sem boðnar hafa verið sveitarfélaginu til kaups. Þar kemur fram að flestar séu þær í útleigu og að mikill meirihluti þeirra eigna sem boðnar eru henti ekki sem félagslegt leiguhúsnæði sökum staðsetningar, stærðar, aldurs og/eða viðhaldsþarfar.

Í fundargerð segir að bæjarráð óski þó eftir því að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins kanni hugmyndir ÍLS um söluverð einnar þeirra íbúða, sem skv. skrá sjóðsins sé ekki í notkun. Bæjarráð beinir því jafnframt til Íbúðalánasjóðs að hætta við uppsagnir á húsaleigusamningum, enda sé verulegur skortur á íbúðarhúsnæði til leigu í sveitarfélaginu um þessar mundir og ljóst að þeim einstaklingum og fjölskyldum sem leigja af Íbúðalánasjóði yrði erfitt um vik að verða sér úti um annað leiguhúsnæði. Margar íbúðir séu í byggingu og megi vænta þess að þær komi á markað 2018 og 2019 og gæti þá orðið meira framboð af leiguhúsnæði. Með vísan til framangreinds beinir bæjarráð því til Íbúðalánasjóðs að fresta áformum um sölu þeirra íbúða sem eru í leigu næstu 2–3 árin.

Nýjar fréttir