3.4 C
Selfoss

Framkvæmdir hafnar við Gunnarsgerði á Hvolsvelli

Vinsælast

Framkvæmdir eru hafnar við nýja götu á Hvolsvelli sem ber nafnið Gunnarsgerði og er norðan við Njálsgerði. Út frá nöfnunum má segja að Njálssaga sé í heiðri höfð í sveitarfélaginu. Strax hefur verið úthlutað lóðum m.a. undir átta parhús. Einnig liggja fyrir lóðaumsóknir sem afgreiddar verða innan skamms.

F.v.: Jóhann Ísleifsson verktaki, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi.

Verktaki að gatnagerðinni er Jóhann Ísleifsson hjá Aðalleið ehf. í Hveragerði en hann átti lægsta tilboð 67.648.200 kr. Kostnaðaráætlun var kr. 81.000.000. Alls verða 27 íbúðir í rað-, par- og einbýlishúsum við Gunnarsgerði.

Random Image

Nýjar fréttir