-6.1 C
Selfoss

Teitur Örn markahæstur á HM U19

Vinsælast

Teitur Örn Einarsson frá Selfossi hefur heldur betur slegið í gegn með íslenska landsliðinu í handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri. Liðið tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Georgíu. Teitur er markahæstur á mótinu eftir riðlakeppnina með 46 mörk í fimm leikjum.

Ísland vann alla leiki sína í B-riðli og er komið í 16-liða úrslit. Með Íslandi í riðli voru Þýskaland, Albanía, Japan, Georgía og Chile. Tvö efstu lið riðilsins Ísland og Þýskaland léku í gær og hafði Ísland eins marks sigur 28-27. Teitur var markahæstur íslensku leikmannanna í leiknum með 10 mörk. Annar Selfyssingur sem leikur með liðinu, Örn Österberg, skoraði 3 mörk.

Framundan eru 16-liða úrslitin. Ísland mætir liðinu sem endar í fjórða sæti í A-riðli og fer leikurinn fram á miðvikudag. Mótherjar Íslands verða Svíþjóð, Noregur eða Barein. Það skýrist síðar í dag.

Nýjar fréttir