0.6 C
Selfoss

Tvær hnífstungur á Flúðum rannsakaðar

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú til rannsóknar tvö tilvik þar sem eggvopni virðist hafa verið beitt gegn einstaklingum. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Þar segir enn fremur:

Aðfaranótt laugardagsins 5. ágúst sl., milli kl. 04:00 og 05:00 er talið að ung kona hafi orðið fyrir hnífstungu með vasahníf í hægra læri þar sem hún var stödd við salernishús tjaldsvæðisins á Flúðum. Stúlkan var flutt af vinafólki á HSU Selfossi þar sem gert var að sárum hennar. Þetta var tilkynnt til lögreglu í gær, 10. ágúst en um minniháttar meiðsl er að ræða.

Aðfaranótt sunnudagsins 6. ágúst sl. um kl. 04:00 tilkynnti ungur maður um hnífstungu sem hann hafi orðið fyrir er hann var staddur á jaðri unglingatjaldsvæðisins á Flúðum. Gæsla og lögregla voru kölluð til og hann fluttur á Hsu en meiðsli hans eru einnig talin minni háttar.

Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki og óskar lögreglan eftir því að þeir sem mögulega búa yfir upplýsingum um málið hafi samband við lögreglu í síma 444-2000, á facebook eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.

Nýjar fréttir