-3.9 C
Selfoss

Lífræni dagurinn á Sólheimum

Vinsælast

Talið er að lífræn og lífelfd ræktun á Norðurlöndum hafi fyrst farið fram á Sólheimum. Íbúar á Sólheimum halda upp á það á hverju sumri með Lífræna deginum sem í ár er laugardagurinn 12. ágúst. Markaður verður settur upp í versluninni Völu og stendur hann klukkan 12–18. Þar verður hægt að gera góð kaup því þar verða allar Sólheimavörurnar til sölu með góðum afslætti. Þá mun eldsmiður sýna handbragð sitt á Rauða torginu og teymt verður undir á ljúfum hestum. Einnig verða inni- og útisýningar. Skátar munu kveikja lítinn varðeld í Tröllagarði og útbúa tröllaseyði. Allir eru velkomnir að koma og njóta.

Nýjar fréttir