Flóamarkaður að Kvolsæk í Fljótshlíð

Frá árlegum flóamarkaði að Kvoslæk í Fljótshlíð. Mynd: RI.

Árlegur flóamarkaður verður haldinn að Kvoslæk í Fljótshlíð næstkomandi laugardag, 5. ágúst, milli kl. 14.00 og 16.30. Kvoslækur er um 10 km frá Hvolsvelli.

Þar verða til sölu gegn staðgreiðslu ýmsir skemmtilegir munir, leikföng, ljós, bækur og föt. Allir eru velkomnir að líta við og skoða og vonandi finna eitthvað við sitt hæfi.