10.6 C
Selfoss

Upplýsingaskilti við Háafoss og Hjálparfoss

Vinsælast

Fyrr á þessu ári var upplýsingaskiltum komið fyrir við Háafoss og Hjálparfoss í Þjórsárdal. Textinn á skiltunum er á ensku og íslensku. Fossarnir njóta báðir mikilla vinsælda ferðamanna, enda mjög tilkomumiklir og ægifagrir. Háifoss er næsthæsti foss landsins. Við Hjálparfoss var aðstaða bætt fyrir nokkrum árum með gerð nýrra stíga og áningarpalla. Er ekki annað að sjá en vel hafi tekist til með þær framkvæmdir. Innan tíðar verður þar komið fyrir salernum. Þörf er á að bæta veg að Háafossi og aðra aðstöðu þar.

Skilti við Háafoss. Mynd: Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

Nýjar fréttir