8.9 C
Selfoss

Margt i boði á Flúðum um Versló

Vinsælast

Fjölskylduhátíðin Flúðir um Versló fer fram um komandi verslunarmannahelgi á Flúðum. Hátíðin hefur verið að festa sig vel í sessi sem ein af stærri fjölskyldu- og tónlistarhátíðum landsins. Áætlað er að um 12.000 mann hafi verið á Flúðum á laugardeginum í fyrra.

Fjöldi viðburða er í boði alla helgina á Flúðum og í næsta nágrenni. Dansleikir verða föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld með sunnlenskum stórhljómsveitum. Einnig verður uppistand með Pétri Jóhanni, skemmtikvöld með Eyþóri Inga og stórtónleikar með hljómsveitinni Todmobile. Barna- og fjölskylduhátíð verður á laugardeginum og að sjálfsögðu brenna og brekkusöngur.

„Við í hátíðarnefndinni höfum skipulagt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og svo eru einkaaðilar með allskyns í boði víða um svæðið. Ég vil hvetja fólk til að fara inn á facebook síðuna „Flúðir um Versló“ og kynna sér dagskrána. Við erum líka á snapchat með sama notendanafni,“ segir Bessi Theódórsson hjá Sonus viðburðum. Hátíðin er haldin í samstarfi við Hrunamannahrepp, tjaldsvæðið á Flúðum, Björgunarfélagið Eyvind og fjölda fyrirtækja og stofnana sem taka höndum saman um að láta hátíðina verða að veruleika. Þess má geta að alla helgina verður öflug gæsla á öllu svæðinu og verður hart tekið á öllum miður skemmtilegum málum eins og eiturlyfjaneyslu og ofbeldi. Til að mynda verður lögreglan með fíkniefnahund á svæðinu alla helgina við eftirlit.

Nýjar fréttir