11.1 C
Selfoss

Krás ehf. kjötvinnsla hættir starfsemi

Vinsælast

Eigendur kjötvinnslunar Krásar á Selfossi hafa ákveðið að loka fyrirtækinu og hætta allri starfsemi frá og með 1. ágúst næstkomandi. Kjötvinnslan hefur verið rekin í 21 ár á Selfossi en rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á þessum markaði er mjög krefjandi í dag og því hefur verið tekin ákvörðun um að láta staðar numið.

Í tilkynningu frá eigendum fyrirtækisins segir að þau vilji þakka öllum þeim sem hafa sutt Krás ehf. með viðskiptum í gegnum árin. Sérstakar þakkir eru færar þeim starfsmönnum sem hafa verið með fyrirtækinu í tímans rás. Undir tilkynninguna rita Guðmundur, Björn, Anton, Margrét, Alda og Ragnhildur, eigendur Krásar.

Í ágúst verður kjötlager Krásar seldur út og er öllum velkomið að hafa samband og gera góð kaup.

Nýjar fréttir