11.1 C
Selfoss

Vilja fjölga ferðum Herjólfs

Vinsælast

Síðastliðinn föstudag komu hagsmunaðilar í matvælavinnslu í Vestmanneyjum saman til að ræða stöðu tengdra greina í Vestmannaeyjum með tilliti til samgangna og flutninga.

Á fundinum staðfestist að allar greinar sjávarútvegs í Vestmannaeyjum líða nú fyrir ónægar samgöngur. Álagið á samgöngutækið er slíkt að þær fáu ferðir sem farnar eru á hverjum degi duga hvergi til að anna ferðaþjónustu, hvað þá sjávarútvegi eða almennum íbúum. Á meðan tapast tækifæri, hráefni skemmist og fyrirtæki víða um land verða fyrir miklum skaða þar sem illa gengur að vinna verðmæti úr því sjávarfangi sem flytja þarf með Herjólfi.

Í tilkynningu segir að Vestmannaeyjar séu ein stærsta verstöð á landinu og vinsæll áfangstaður ferðamanna. Samfélagið hafi alla burði til að halda áfram að dafna og leggja samfélaginu öllu til verðmæti til samneyslu. Það sé þó háð því að ekki verði látið undir hælinn leggjast að tryggja þá undirstöðu sem fólgin er í samgöngum.

Á fundinum var ákveðið að senda erindi á þá ráðherra sem með þessi mál fara og krefjast þess að tafarlaust verði ferðum Herjólfs fjölgað úr sex í átta alla daga í sumaráætlun auk þess sem farnar verði a.m.k. fimm til sex næturferðir þegar siglt verður í Þorlákshöfn í haust.

Nýjar fréttir