6.1 C
Selfoss

Laugarvatn Music Festival verður um helgina

Vinsælast

Laugarvatn Music Festival er tveggja kvölda tónleikaveisla sem haldin verður í Íþróttahúsinu á Laugarvatni föstudagskvöldið 14. og laugardagskvöld 15 júlí. Aðeins eru 800 miðar í boði og ekki selt nema á bæði kvöldin í einu. Ást og virðing fyrir náunganum og umhverfinu eru gildi hátíðarinnar.

Á föstudagskvöldið koma fram Ylja, Snorri Helgason, Tilbury, Valdimar og Helgi Björnsson. Á laugardagskvöldið koma fram Hildur, Daði Freyr + Karitas Harpa, Júníus Meyvant og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar.

Tónleikarnir eru innandyra þannig að veðurspáin er alveg glimrandi fín og er hún staðfest að veðuráhugaklúbbnum á Dalbæ.

Upplýsingar um tjaldstæði, aðra gistingu og afþreyingu í uppsveitum Árnessýslu er hægt að finna á sveitir.is. Miðasala fer fram á tix.is og er miðaverð 9.900 kr. Hægt er að fylgjast með framgangi tónleikaveislunnar á Facebook.

Nýjar fréttir