Barbára Sól með U16 á NM

Selfyssingurinn Bárbara Sól Gísladóttir heldur í dag til Finnlands þar sem hún tekur þátt í Norðurlandamótinu í knattspyrnu leikmanna 16 ára og yngri.

Ísland er í riðli með Finnlandi, Frakklandi og Svíþjóð og leikur í Oulu í Finnlandi. Mótinu lýkur 7. júlí næstkomandi.