1.7 C
Selfoss

Íslandsmót í hestaíþróttum

Vinsælast

Íslandsmót í hestaíþróttum fer fram dagana 6. – 9. júlí á félagssvæði hestamannafélagsins Geysis á Rangárbökkum við Hellu.

Fjöldi skráninga er um 300, en keppt verður í fjórum greinum í Hringvallargangi, sem er fjórgangur, fimmgangur, tölt og slaktaumatölt. Einnig verður keppt í fjórum skeiðgreinum, 150 og 250 m kappreiðarskeiði ásamt 100 m flug- og gæðingaskeyði.

Að sögn Ólafs Þórissonar er frítt inn á svæðið og allir eru velkomnir. Hér er gott tækifæri til að sjá rjómann af hestum landsins og síðasti séns að sjá þá hesta sem bráðum verða fluttir úr landi vegna þátttöku á heimsmeistaramóti sem fer fram í Hollandi í ágúst næstkomandi.

-hs.

Random Image

Nýjar fréttir