7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Opið bréf til sveitarstjórnar Árborgar

Opið bréf til sveitarstjórnar Árborgar

0
Opið bréf til sveitarstjórnar Árborgar
Elín María Karlsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri á Bátaklett, Æskukoti.
Elín María Karlsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri á Bátaklett, Æskukoti.

Ágæta leikskólanefnd, bæjarstjórn Árborgar, Þorsteinn Hjartarson.

Nú get ég ekki lengur orða bundist.

Í september 2016 byrjaði ég að vinna á leikskólanum Brimver /Æskukoti eftir að hafa verið í öðru starfi (bóndi) í 12 ár. Það var mjög gaman að koma til baka og sjá hvað margt hefur áunnist á þessum árum. Mikið og gott þróunnarstarf hefur verið unnið síðastliðin ár innan leikskólanna í Árborg.

En það er eitt sem slær mann út af laginu í öllu þessu góða sem áunnist hefur. Það er að starfsfólki er ekki ætlaður tími utan vinnu með börnum leikskólans til að funda um vinnuna saman á starfsmannafundum.

Það er ætlast til að maður fundi á þeim tíma sem börnin eru í húsinu, og að aðrar deildar sjái um öll börnin á meðan. Þetta verður til þess að það eru sjaldan haldnir fundir, jafnvel ekki nema hálfsárslega, og þá í hálftíma, sem skilar eðlilega ekki miklu og starfið verður líðandi af því.

Hvernig ætli öðrum starfstéttum innan Árborgar myndi finnast ef þeir gætu ekki rætt um og skipulagt starfið á fundum annarð slagið með sínum samstarfsmönnum?

Við erum að tala um að það voru áður haldnir fundir 2–4 tíma í mánuði eftir að leikskólinn lokaði, einu sinni í mánuði, til að skipuleggja saman starfið og ræða viðkvæm mál.

Það er ekki ásættanlegt að ætla starfsfólki sem vinnur með börn að vinna án þess að geta talað saman utan viðverutíma barnanna. Börnin líða fyrir þetta þar sem starfsfólkið er í stöðugu álagi að reyna að láta hlutina ganga upp.

Gætuð þið sinnt ykkar vinnu án þess að fá fund annað slagið með samstarfsfólki ykkar án utanaðkomandi truflunar?

 

Virðingafyllst,

Elín María Karlsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri á Bátaklett, Æskukoti.