1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Lesið í jurtir í Skálholti

Lesið í jurtir í Skálholti

0
Lesið í jurtir í Skálholti
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur.
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur.

Sumarkvöld í Skálholti heitir dagskrá sem verður í Skálholti næstu vikur á miðvikudagskvöldum kl. 20. Kennir þar margra grasa bókstaflega. Þann 28. júní nk. kemur  Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og kennir fólki að lesa „reyr, stör sem rósir vænar“ í Skálholti. Fólk fær s.k. flóruspjöld og á að keppist við að greina fjölskrúðugar plöntur staðarins. Þá segir hún nokkuð frá ræktunarsögu í Skálholti en þar var unnið merkilegt ræktunarstarf á fyrri öldum. Guðríður verður svo aftur viku seinna eða 5. júlí. Hægt er að kaupa mat í skólanum á undan dagskránni en einnig veitingar á eftir í Skálholtsskóla.