3.9 C
Selfoss

Gönguferðir í Hrunamannahreppi

Vinsælast

Ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps stendur fyrir átta gönguferðum í sumar. Er þetta sextánda sumarið í röð sem nefndin býður upp á slíkar ferðir. Ferðirnar þetta sumarið eru átta talsins. Af þeim eru tvær ferðir sem ekki hafa verið farnar áður. Allar ferðirnar eru á miðvikudagskvöldum nema ferðirnar 1. júlí og 26. ágúst en það eru dagsgöngur. Frítt er í allar kvöldgöngurnar en innheimt er fyrir leiðsögn og akstur í dagsgöngurnar. Leiðsögumenn í ferðunum eru Helgi Már Gunnarsson og Kolbrún Haraldsdóttir.

Fyrsta gangan var farin miðvikudaginn 21. júní sl. í byrgi Fjalla-Eyvindar. Miðvikudaginn 28. júní verður gengið inn í Gilhaga sem er mikil náttúruperla. Þann 1. júlí verður síðan dagsganga (Foss – Ingjaldshnjúkur – Hildarsel – Fagridalur – Foss). Síðan eru göngurnar sem hér segir:
5. júlí: Kaldbakur – Núpsvatn
12. júlí: Hörgsholt – Sólheimar
19. júlí: Snússa – Álfaskeið – Langholtsfjall – Snússa
26. júlí: Hruni – Hrepphólar, gengið milli kirkna.
26. ágúst: Stóra-Laxáargljúfur, dagsganga.

Nýjar fréttir