-2.8 C
Selfoss

Tjaldstæði Gesthúsa á Selfossi vel sótt

Vinsælast

Veðurblíðan hefur leikið við Sunnlendinga undanfarna daga og er um að gera að nóta útiverunnar, en rigning í kortunum og líklegt er að það verði væta um helgina. Á tjaldstæðum landsins hefur umferðin verið mikil og segir Smári Jóhannsson hjá Gesthúsum á Selfossi og tjaldstæði þeirra séu vel sótt og hafi t.d. fjöldi barna og foreldra gist hjá þeim um síðastliðna helgi, í tengslum við knattspyrnumót á Selfossvelli.

Smári hefur í mörgu að snúast við viðhald á svæðinu enda það stórt og gesthúsin mörg. Nú er hann að smíða pall fyrir framan eitt húsið. Þetta er eins og hjá bændunum. „Alltaf nóg að gera og verkefnin eru endalaus“ segir Smári og hlær.
-hs

Nýjar fréttir