14.5 C
Selfoss

Vor- og sumarhreinsun í Rangárvallasýslu

Vinsælast

Frá 1. júní til 28. júní verður sérstakt hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Gámar verða á tímabilinu staðsettir á „gömlu“ gámastæðum. Byrjað var að Skógum, Heimalandi og í Fljótshlíð, 1.–7. júní og síðan í A-Landeyjum, V-Landeyjum og á Bakkabæjum, 8.–14. júní, á Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar) og Þykkvabæ, 15.–21. júní og á Hellu og að Landvegamótum 22.–28. júní

Eingöngu verða þar gámar fyrir málma, timbur, grófan úrgang og kör fyrir rafgeyma. Gámarnir eru eingöngu ætlaðir fyrir fasteignaeigendur á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og eru gjaldfrjálsir. Þeir aðilar sem hafa mikið magn úrgangs á sínum búum eða svæðum geta óskað eftir að fá sendan gám eða gáma, eftir umfangi, á þá staði.

Þetta hreinsunarátak á ekki við um svokallað heimilissorp en það er sótt sérstaklega á öll heimili og frístundahúsaeigendur hafa eftirfarandi kosti til að losna við það; Gámavöllur á Strönd, gámavöllur á Hvolsvelli, gámar við Móeiðarhvol og gámaplön við Hellu og Landvegamót. Rekstrarúrgang og annan úrgang verða íbúar og rekstraraðilar að koma með á móttökustöðina á Strönd eða semja við þjónustuaðila um hirðingu og losun þess úrgangs. Rúllu- og baggaplast er sótt heim til bænda skv. samkomulagi þeirra við þjónustuaðila. Einnig er hægt að losna við plastið á gámavöllunum á Strönd og á Hvolsvelli.

Eftir að hreinsunarátakinu lýkur verða allir gámar fjarlægðir og algerlega er óheimilt að afsetja úrgang á þessi svæði.

Nýjar fréttir