2.3 C
Selfoss

Tveimur bjargað úr Ölfusá

Vinsælast

Maður stökk í Ölfusá í nótt skammt frá þar sem sláturhús SS á Selfossi er. Félagi hans stökk á eftir honum til að koma honum til bjargar.

Lögregla og sjúkrabílar mættu á vettvang og stökk lögreglumaður á eftir þeim félögum. Allir björguðust og varð ekki meint af volkinu. Þeir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Þetta kemur m.a. fram á visir.is.

Nokkur erill var hjá lögregu á Selfossi í nótt, m.a. á tjaldstæði við Suðurhóla, en þar fer nú fram grillhátíðin Kótelettan.

Nýjar fréttir