8.9 C
Selfoss

Ljósmyndasýningin STEYPA 2017 í Hveragerði og Reykholti í Biskupstungum í sumar

Vinsælast

Ljósmyndasýningin STEYPA hefur verið haldin árlega á Íslandi undanfarin fjögur ár og er sýningin nú haldin í fimmta sinn, að þessu sinni í Hveragerði og Reykholti í Biskupstungum. Áður hefur STEYPA verið sett þrisvar upp í Djúpuvík á Ströndum, en á síðasta ári var hún í Ólafsvík. Sýningarnar hafa allar vakið verðskuldaða athygli og hafa allt að tíu ljósmyndarar sýnt myndir sínar ár hvert.

Þátttakendur í STEYPU 2017 eru tíu ljósmyndarar, bæði íslenskir og erlendir. Þeir sýna verk sín í Hveragerði og Reykholti í Biskupstungum. Ljósmyndir þeirra lýsa allar persónulegri sýn ólíkra listamanna á náttúru Íslands, fólkinu og menningunni.

Í Hveragerði er myndum allra ljósmyndaranna níu komið fyrir í gróðurhúsi innan um framandi plöntur í Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem þær mynda óvenjulega heild.

Myndir tveggja ljósmyndaranna verða einnig til sýnis í veitingahúsinu Mika í Reykholti í Biskupstungum.

STEYPA opnaði 1. júni og stendur í allt sumar. Sýningunni líkur 31. ágúst. Gróðurhúsið í Hveragerði er opið á virkum dögum kl. 08:00–16:00. Veitingastaðurinn Mika í Reykholti í Biskupstungum er opinn daglega kl. 11:30–21:00. Frítt er inn á STEYPU á báðum stöðum.

Ljósmyndaranir sem taka þátt í STEYPU 2017 eru Anna Grevenitis (USA), Claudia Kerns (Þýskalandi), Claus Sterneck (Íslandi/Þýskalandi), Frédérique Larousserie (Frakklandi), Gabrielle Motola (USA/UK), Julia Kozakiewicz (Póllandi), Michael Koenigshofer (Austurríki), Nanne Springer (Kanada), Thomas Verfaille (Belgíu) og Valdimar Thorlacius (Hveragerdi).

Til að kynnast ljósmyndurunum og myndum þeirra er áhugasömum bent á að skoða þræðina: http://www.steypaphoto.com og www.facebook.com/steypaphoto.

Nýjar fréttir