7.8 C
Selfoss

Stækkun og breytingar að Austurvegi 4 á Hvolsvelli

Vinsælast

Skrifað hefur verið undir samn­inga um endurbyggingu húsnæðisins að Austurvegi 4 á Hvolsvelli. Húsið er í eigu Rang­ár­þings eystra og staðsett við þjóð­veg 1.

Tölvuteikning af húsnæðinu eins og það mun líta út eftir breytingar.

Til stendur að stækka versl­un­ar­húsnæðið og gera breyting­ar á verslunarrekstri. Þá verður einnig byggt ofan á verslunar­hlut­ann. Í húsinu verða jafn­framt allar skrif­stofur Rangár­þings eystra. Þangað flytur einnig skrifstofa byggingar­full­trúa þannig að öll skrifstofu­starf­semi verður á sama stað. Einnig verður í húsnæðinu önnur skrifstofustarfsemi.

Jáverk ehf. mun sjá um þessar breytingar. Þess má geta að fyrir­tækið er einnig að byggja við­byggingu við Hjúkrunar- og dval­ar­heimilið Kirkjuhvol. Sú fram­kvæmd gengur vel. PZ verk­fræðistofa í Vestmannaeyjum sér um verk­fræðiþáttinn í báðum bygg­ingunum.

Nýjar fréttir