11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Fræðiritið Til varnar sagnfræðinni gefið út

Fræðiritið Til varnar sagnfræðinni gefið út

0
Fræðiritið Til varnar sagnfræðinni gefið út

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér fræðiritið Til varnar sagnfræðinni eftir franska sagnfræðinginn Marc Bloch (1886-1944).

Til varnar sagnfræðinni er tvímælalaust eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim. Frá hendi höfundar var hún þó ekki hugsuð sem slík heldur fyrst og fremst til þess að kynna fyrir almenningi hvernig sagnfræðingar bera sig að við vinnu sína. Bókin nýtist því ekki aðeins stúdentum við nám í sagnfræði heldur einnig öllum þeim áhugamönnum um sögu og sagnfræði sem langar til að kynna sér fræðileg vinnubrög greinarinnar.

Marc Bloch var einn þekktasti sagnfræðingur Frakka á fyrrihluta síðustu aldar og prófessor í hagsögu miðalda við Sorbonne-háskóla. Hann féll fyrir hendi nasista við aftökur andspyrnumanna skammt frá Lyon í Frakklandi árið 1944. Þýðandi er Guðmundur J. Guðmundsson sem jafnframt ritar aðfararorð þar sem rakin er saga höfundarins og verka hans.