Á vef Umhverfisstofnunar kemur frm að landverðir á vegum stofnunarinnar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. Grasið er horfið á stórum bletti og þarf að endurheimta gróðurþekjuna innan girðingar. Tvær gönguleiðir eru að fossinum. Meðfram hlíðinni að austan og eftir áreyrunum að vestan.
Girðing sett upp við Skógarfoss til varnar ágangi
