0.6 C
Selfoss

Hvar verður flottasta grillveislan?

Vinsælast

Eins og undanfarinn ár er fólk á Selfossi hvatt til að bjóða til grillveislu og hafa gaman á Kótelettunni en „flottasta grillveislan árið 2017“ verður verðlaunuð að venju með glæsilegum vinnungum. Það eina sem fólk þarf að gera er að halda flotta grillveislu, taka skemmtilegar og líflegar myndir og setja þær inn á Instagram með kassamerkinu (hashtag) #grillpartyarsins2017 eða senda í tölvupósti á grillveisla@kotelettan.is fyrir kl. 20:00 laugardagskvöldið 10. júní. Kótelettubíllinn ásamt dómnefnd mun svo mæta í flottustu grillveislunni með látum kl. 21:00 og afhenta glæsilega vinninga ásamt verðlaunaskyldi. Nú er um að gera að byrja að bjóða vinum og vandamönnum í flottustu grillveisluna í ár!

Á meðal vinninga eru Napoleon grill frá Byko, 10 kg af grillkjöti frá Goða, 10 helgapassar á Kótelettuna árið 2018, 10 kassar af Bola og margt fleira. Nánari upplýsingar má finna á kotelettan.is.

Nýjar fréttir