6.1 C
Selfoss

Sýning um Skaftfelling opnuð í Vík

Vinsælast

Í dag verður opnuð sýning um Skaftfelling í Skaftfellingsskemmunni í Vík í Mýrdal. Skemman verður opin frá kl. 10:00 en sérstök dagskrá hefst kl. 15:00 með ávarpi sveitastjóra Mýrdalshrepps. Einnig verður ávarp stjórnar VisitVik. Einar Mikael töframaður leikur listir sínar og flutt verða tónlistaratriði. Þá verður myndlistarsýning leikskólabarna opnuð á sama tíma. Boðið verður upp á léttar veitingar

Skaftfellingur VE-33 var vöruflutningaskip sem lengst af var gert út frá Vestmannaeyjum en einnig nýtt til fiskveiða. Það var án efa eitt frægara sjóskip Vestmannaeyja fyrr eða síðar. Það var smíðað árið 1918 fyrir hlutafélag sem stofnað var um strandsiglingar til Víkur og Vestur-Skaftafellssýslu.

Árið 1974 var skipið skoðað í síðasta sinn og árið 1975 var Skaftfellingur dreginn upp í slippinn þar sem hann stóð í um þrjátíu ár.

Eftir dapra dvöl í gamla slippnum þar sem málningin flagnaði, timbrið fúnaði og báturinn fékk á sig mosaskjöld, var hann loks tekinn í gegn að hausti ársins 2000: Yfirbyggingin var rifin af, skipið hreinsað alveg, og því lokað að ofanverðu til að hindra frekari skemmdir á því. Árið 2001 var skipið svo flutt til Þorlákshafnar með gámaskipi, og þaðan til Víkur í Mýrdal þar sem saga Skaftfellings byrjaði.

Nýjar fréttir